ÞÖGLAR MYNDIR: Phantom of the Opera (Óperudraugurinn)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 1925
- LENGD: 93 mín.
- LAND: Bandaríkin
- TEXTI: Enskir skýringatextar
- LEIKSTJÓRI: Rupert Julian
- AÐALHLUTVERK: Lon Chaney, Mary Philbin and Norman Kerry
- DAGSKRÁ: Þöglar myndir
- SÝND: 26. maí
EFNI: Í óperuhúsi Parísar, sem er byggt yfir ævafornum pyntingarklefum og dýflissum, reikar um dularfull mannvera (Lon Chaney) með grímu til að leyna afskræmdu andliti sínu. Hann reynir að fá stjórn óperunnar til að gera konuna sem hann elskar að stjörnu og notar til þess öll meðul.
UMSÖGN: Stórkostlegt sjónarspil með Lon Chaney í hlutverki Óperudraugsins, en hann var einhver eftirminnilegasti hrollvekjuleikari þögla tímabilsins í Bandaríkjunum.