Insallah (Ef Guð lofar)
- Aðeins ein sýning, 26. maí kl. 20:00
Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman við hernám, umsátur og stöðugar árásir Ísraelshers.
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Maurice Jacobsen bjó á Gazaströndinni í 12 mánuði og kynntist lífi íbúanna. Kvikmynd hans Inshallah („Ef Guð lofar“) sýnir okkur að íbúar Gaza eru harðduglegir, snjallir og úrræðagóðir í baráttunni við ógnina og skortinn.
Heimildamyndin Inshallah veitir einstakt tækifæri til að kynnast lífi Gazabúa. Nafn myndarinnar „Ef Guð lofar“, lýsir óvissu um framtíðina sem fólkið býr við. Árásir Ísraelshers eru daglegur viðburður og ísraelskir stjórnmálamenn hóta stórárás svipuð þeirri sem þeir gerðu um jól og áramót 2008.
Maurice Jacobsen verður viðstaddur sýninguna og svarar spurningum áhorfenda eftir sýningu.
- Miðaverð: kr. 1.150
- Myndin er á ensku.
- Allur ágóði af sýningunni rennur til hjálparstarfa á Gaza.