The Myth of The American Sleepover (Síðustu dagar sumars)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 2010
- LENGD: 97 mín.
- LAND: Bandaríkin
- TEXTI: Íslenskur
- LEIKSTJÓRI: David Robert Mitchell
- AÐALHLUTVERK: Jade Ramsey, Nikita Ramsey og Amy Seimetz
- DAGSKRÁ: Nýjar myndir
- SÝND FRÁ: 3. júní
EFNI: Hér fléttast saman sögur af ungi fólki í leit að sínum fyrsta kossi, partíum og ævintýrum áður en raunveruleiki skólalífsins tekur aftur við völdum. Eins og gefur að skilja rætist ekki alltaf úr barnslegu dagdraumunum en það eru hins vegar hin óvæntu augnablik sem móta unglingana fyrir lífstíð.
UMSÖGN: Um er að ræða fyrstu mynd hins efnilega leikstjóra, David Robert Mitchell. Þykir Mitchell hafa skapað undursamlegt listaverk, sérstaklega miðað það litla fjármagn sem hann hafði milli handanna og óreyndan leikarahóp sem skilar sínu þó frábærlega. Var hópurinn t.d. sérstaklega verðlaunaður á South By Soutwest (SXSW) kvikmyndahátíðinni þar sem kvikmyndin sló rækilega í gegn.
„Undursamleg, viðkvæm og einlæg!“
– Roger Ebert