HÁTÍÐARSÝNING 17. JÚNÍ: The Juniper Tree (Einiberjatréð)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1990
- Lengd: 78 mín.
- Land: Ísland, Bandaríkin
- Texti: (á ensku) /
- Leikstjóri: Nietzchka Keene
- Aðalhlutverk: Björk Guðmundsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Valdimar Örn Flygenring.
- Dagskrá: Hátíðarsýning í tilefni tuttugu ára afmælis myndarinnar.
- Sýnd: 17. júní
EFNI: Tvær systur, Margit og Katla, flýja heimili sitt eftir að móðir þeirra er grýtt til bana fyrir að stunda galdra. Þær fara þangað sem enginn þekkir þær og kynnast Jóhanni, ungum ekkli, sem á son sem heitir Jónas. Katla notar galdra til að táldraga Jóhann og þau byrja að búa saman. Margit og Jónas verða vinir. Jónas neitar hins vegar að samþykkja Kötlu sem stjúpmóður sína og reynir að sannfæra föður sinn um að fara frá henni. En galdrar Kötlu eru of sterkir og þó að Jóhann vilji fara frá henni þá getur hann það ekki.
UMSÖGN: The Juniper Tree er byggð á samnefndu ævintýri eftir Grimms bræður. Myndin var tekin upp árið 1986 á Íslandi en vegna fjárhagserfiðleika var hún ekki frumsýnd fyrr en fjórum árum seinna. Björk Guðmundsdóttir fer með aðalhlutverk og að öðru leyti er myndin eingöngu skipuð íslenskum leikurum.
Einiberjatréð verður sýnd að viðstöddum aðstandendum myndarinnar þ.á.m. framleiðandanum Patrick Moyroud. Sýningin er í tilefni (rúmlega) tuttugu ára afmælis þessarar einstöku kvikmyndar.
Nánari upplýsingar um leikstjórann, Nietzchka Keene (1952-2004) má finna hér.