Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Stuttmyndadagar í Reykjavík 15.-16. júní

Stuttmyndadagar í Reykjavík 15.-16. júní

Jun 09, 2011 Engin skoðun

Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís 15.-16. júní. Hér gefst einstakt tækifæri til að sjá það ferskasta í grasrót íslenskra kvikmynda. Uppskeran í ár þykir sérlega góð, en alls bárust 65 myndir í keppnina og voru 18 valdar til þátttöku.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS.

Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir þriðja sætið.

Líkt og venja er munu áhorfendaverðlaun verða veitt sérstaklega. Auk þess mun Sjónvarpið sýna þær myndir sem hljóta áðurnefnd verðlaun. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið, boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Í dómnefnd Stuttmyndadaga eru eftirtaldir: Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi, Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður og Lars Emil Árnason handritshöfundur og leikstjóri.

Myndirnar sem taka þátt eru sýndar í þessari röð:

MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ KL. 20:00

  • Tímaleysi (01:00) Leikstjóri: Svala Georgsdóttir. Aldur er afstæður en núið er eilíft.
  • Tvöföld tilvera (15:00) Leikstjóri: Snorri Fairweather. Ungur maður tekur við lítilli útvarpstöð í smábæ út á landi. Brátt áttar hann sig á að hann er lifandi í annars manns tilvist sem tengir sig lengra en lífið og dauðinn.
  • Boy (10:00) Leikstjóri: Eilífur Örn Þrastarson. Ungur maður og gamall takast á um réttindi og skyldur.
  • The Magnet (13:20) Leikstjóri: Gunnar Tryggvason. Allsherjar lúserinn Daniel fær miða á sjálfshjálparnámskeið sem á að veita honum peninga og velgengni. Honum til mikillar furðu virkar það en um leið byrja allir kringum hann að tapa lífinu á dularfullan hátt.
  • Tíminn (03:51) Leikstjóri: Þórey Hafliðadóttir. Anna var að missa mömmu sína og pabba og verður að fara að búa hjá afa sínum sem er góður maður. Saman þurfa þau að vinna úr sorginni og finna gleðina aftur.
  • Between (07:14) Leikstjóri: María Þórdís Ólafsdóttir. Það er þunn lína á milli alls, milli raunveruleikans og draumsins, milli sturlunar og þess að vera heill. Við reynum að halda jafnvægi á þessari línu en missum stöðugt jafnvægið. Við reynum að finna skipulagið í óreiðunni. Í myndinni leikur höfundur sér með þyngdaraflið og þyngdarleysið og öll lögmál um það sem við höldum að sé satt og gilt eru brotin.
  • In Memoriam (09:40) Leikstjóri: Haukur M. Janusz á erfitt uppdráttar eftir að móðir hans framdi sjálfsmorð.
  • Moon Into Blood (09:37) Leikstjóri: Einar Baldvin. Teiknimynd í film noir stíl. Sveittur maður ræður fylliraftinn Morton Daniels til að elta uppi morðingja bróður síns.
  • Overman (14:00) Leikstjóri: Daníel I. Bjarnason. Maður sem er á barmi þess að missa tök á lífi sínu, hittir erlendan bakpokaferðalang. Maðurinn lærir fljótt að þú getur aldrei talað jafn frjálslega, eins og þegar þú talar við einhvern sem þú munt aldrei hitta aftur.
  • Eitt skot (14:50) Leikstjóri: Guðni Líndal Benediktsson. Tveir vinir grípa til örþrifaráðs til að losna úr viðjum kreppunnar. Í byssunni er eitt skot, sem mun ráða úrslitum.

FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ KL. 20:00

  • Shirley (05:00) Leikstjóri: Eilífur Örn Þrastarson. Ung stelpa reynir að láta pabba sinn hætta að drekka.
  • Utangarðs (10:00) Leikstjóri: Valgeir Gunnlaugsson. Við fylgjumst með degi úr lífi tveggja útigangsmanna sem tengjast sérstökum vinaböndum.
  • Drottinn blessi heimilið (09:59) Leikstjóri: Jón Tómas Einarsson. Húsmóðir í úthverfi Reykjavíkur tekst á við vandamál sem hefur í langan tíma haft skelfileg áhrif á fjölskyldu hennar.
  • Klás (10:25) Leikstjóri: Ragnar Snorrason. Dapur jólasveinn hittir fyrir unga stúlku með óvæntum afleiðingum.
  • Blæbrigði (10:50) Leikstjóri: Anni Didriksen Ólafsdóttir. Þjáð listakona á í skringilegu sambandi við aðra konu.
  • Viltu breyta lífi þínu? (15:00) Leikstjóri: Erlendur Sveinsson. Líf eldri manns er bundið vana, þar til hann fær skilaboð frá æðri máttarvöldum um að nú sé tími breytinga.
  • Engill (12:20) Leikstjóri: Haraldur Sigurjónsson. Hvað gerist þegar maður missir allt sem maður elskar? Er þá ennþá tilgangur með að lifa?
  • Freyja (13:00) Leikstjóri: Marsibil Sæmundardótttir. Freyja og Albert hafa keypt stórt hús og Freyja, sem er barnshafandi og komin 7 mánuði á leið, bíður ein í húsinu eftir að Albert komi með búslóðina þeirra. Eftir nokkra daga er Freyja orðin óróleg, það er eitthvað á seyði í húsinu sem veldur henni áhyggjum.

Eftir sýninguna seinna kvöldið fer fram áhorfendakosning og að henni lokinni fer fram verðlaunaafhending.

Tímaleysi (Aldur er afstæður og núið eilíft) 01:00:00 Svala Georgsdóttir
Tvöföld tilvera (Ungur maður tekur við lítilli útvarpstöð í smábæ út á landi. Brátt áttar hann sig á að hann er lifandi í annars manns tilvist sem tengir sig lengra en lífið og dauðinn.) 15:00:00 Snorri Fairweather
Boy 10:00:00 Eilífur Örn Þrastarson
The Magnet 13:20:00 Gunnar Tryggvason
Tíminn 03:51:00 Þórey Hafliðadóttir
Between 07:14:00 María Þórdís Ólafsdóttir
In Memoriam 09:40:00 Haukur M
Moon Into Blood 09:37:00 Einar Baldvin
Overman 14:00:00 Daníel I. Bjarnason
Eitt skot 14:50:00 Guðni Líndal Benediktsson
Shirley 05:00:00 Eilífur Örn Þrastarson
Utangarðs 10:00:00 Valgeir Gunnlaugsson
Drottinn blessi heimilið 09:59:00 Jón Tómas Einarsson
Klás 10:25:00 Ragnar Snorrason
Blæbrigði 10:50:00 Anni Didriksen Ólafsdóttir
Viltu breyta lífi þínu? 15:00:00 Erlendur Sveinsson
Engill 12:20:00 Haraldur Sigurjónsson
Freyja 13:00:00 Marsibil Sæmundardótttir
Kvikmyndir
Engin skoðun á “Stuttmyndadagar í Reykjavík 15.-16. júní”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.