Monsters (Skrímsli)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 94 mín.
- Land: Bretland
- Texti: (á ensku)
- Leikstjóri: Gareth Edwards
- Aðalhlutverk: Scott McNairy, Whitney Able.
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 24. júní
EFNI: Sex árum eftir árás geimvera á jörðina samþykkir tortrygginn blaðamaður að fylgja amerískum ferðamanni í gegnum sýkt svæði í Mexíkó, til öryggisins handan bandarísku landamæranna.
UMSÖGN: Þessi spræki framtíðartryllir var tilnefndur til sex verðlauna á óháðu bresku kvikmyndaverðlaunahátíðinni (British Independent Film Awards), m.a. fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn og besta leikara í aðalhlutverki og vann að lokum þrjú verðlaun, m.a. fyrir bestu leikstjórn og bestu tæknibrellur. Þá var myndin tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir bestu frumraun leikstjóra.