Killing Bono (Slá í gegn)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
- Lengd: 114 mín.
- Land: Bretland
- Texti: (á ensku – enginn texti)
- Leikstjóri: Nick Hamm
- Aðalhlutverk: Ben Barnes, Krysten Ritter, Robert Sheehan
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 8. júlí
EFNI: Killing Bono fjallar um Neil og Ivan McCormick, tvo írska bræður sem dreymir um að verða rokkstjörnur en sést ekki fyrir í vitleysisganginum. Þeirra hlutskipti verður þess í stað með að fylgjast með gömlu skólafélögum sínum í U2 verða stærsta rokkband í heimi.
UMSÖGN: Þessi meinfyndna rokkræma er byggð á raunverulegum persónum, en Neil er núna rokkskríbent breska dagblaðsins Daily Telegraph og virðist blessunarlega forðast að taka sig hátíðlega, enda er myndin byggð á bók hans. Hún var frumsýnd fyrir skömmu og hefur fengið afar lofsamlega dóma.
Þetta var síðasta kvikmyndahlutverk Peter Postlethwaite en hann lést úr krabbameini í janúar síðastliðnum og blessuð sé hans minning.