Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Animal Kingdom (Dýraríkið)

Animal Kingdom (Dýraríkið)

Jul 18, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
  • Lengd: 113 mín.
  • Land: Ástralía
  • Texti: (Á ensku)
  • Leikstjóri: David Michôd
  • Aðalhlutverk: James Frecheville, Guy Pearce, Joel Edgerton
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 22. júlí

EFNI: Hinn 17 ára gamli Josh er meðlimur Cody-glæpafjölskyldunnar sem ræður ríkjum í undirheimum Melbourne í Ástralíu. Eftir að móðir Josh deyr leitar hann á náðir ömmu sinnar, Janine, höfuðs fjölskyldunnar. Hún tekur hann undir sinn verndarvæng en það reynist Josh hins vegar þrautin þyngri að halda sig utan við glæpsamlegt líferni fjölskyldu sinnar.

UMSÖGN: Myndin er lauslega byggð á sögu hinnar alræmdu Pettingill glæpafjölskyldu og frægu morði á tveimur lögregluþjónum á Walsh Street í Melbourne árið 1988. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er t.a.m. með 97% í samanlagðri einkunn gagnrýnenda á vefsíðunni RottenTomatoes.com en þar segir um myndina: “Öruggur taktur, gott handrit og frábærir leikarar gera þessa mynd að því besta sem Ástalir hafa uppá að bjóða.” Myndin hlaut 18 tilnefningar til Áströlsku kvikmyndaverðlaunanna (Australian Film Institute Awards) sem er meira en nokkur önnur mynd í sögunni og fór að lokum heim með 10 verðlaun. Þá var Jacki Weaver tilnefnd til bæði Golden Globe og Óskarsverðlauna fyrir leik sinni í myndinni.

Ástralía, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Animal Kingdom (Dýraríkið)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.