Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Hinsegin bíódagar 29. júlí – 7. ágúst

Hinsegin bíódagar 29. júlí – 7. ágúst

Jul 25, 2011 Engin skoðun

Hinsegin bíódagar eru endurvaktir eftir fimm ára hlé dagana 29. júlí til 7. ágúst. Þeir eru haldnir í samvinnu við Hinsegin daga sem að þessu sinni fara fram 4.-7. ágúst.

Eftirtaldar myndir verða sýndar:

Howl (Ýlfur)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
  • Lengd: 84 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjórar: Rob Epstein, Jeffrey Friedman
  • Aðalhlutverk: James Franco, Todd Rotondi og Jon Prescott

Um líf og störf hins kunna bandaríska rithöfundar Allan Ginsberg, eins helsta forvígismanns “Beat kynslóðarinnar” svonefndu. Í ólínulagaðri frásögn er blandað saman bútum úr lífi Ginsberg á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, frumflutningi hans á hinu fræga ljóði sínu Howl (Ýlfur), sviðsetningu ljóðsins í hreyfimynd (animation) og réttarhöldum yfir útgefanda bókarinnar sem kærður var fyrir brot á velsæmi árið 1957. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga.

Broderskap (Bræðralag)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2009
  • Lengd: 90 mín.
  • Land: Danmörk
  • Texti: Enskur
  • Leikstjóri: Nicolo Donato
  • Aðalhlutverk: Nicolas Bro, David Dencik og Thure Lindhart

Tveir fyrrum hermenn kynnast þegar þeir hefja þjálfun hjá hreyfingu nýnasista. Í fyrstu lendir þeim harkalega saman en samband þeirra breytist við nánari kynni í gagnkvæma virðingu og vináttu og loks í ástarsamband. Þegar hið nána samband þeirra uppgötvast standa þeir frammi fyrir mikilli hættu.

Myndin hefur vakið mikla athygli og umtal síðan hún var frumsýnd fyrir tæpum tveimur árum. Sýnd í samvinnu við Danska sendiráðið á Íslandi.

Tomboy (Strákastelpa)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
  • Lengd: 84 mín.
  • Land: Frakkland
  • Texti: Enskur
  • Leikstjóri: Céline Sciamma
  • Aðalhlutverk: Zoé Héran, Malonn Lévana og Jeanne Disson

Ung stúlka, Laure, flytur á nýjan stað eitt sumar. Hún kynnir sig fyrir nágrönnum sem strákur að nafni  Mickaël. Blekkingin gengur afar vel upp og ein vinkona hennar, Lisa, verður ástfangin af “Mickaël”. Taka þá mál nokkuð að flækjast…

L’Arbre et la forêt (Skógurinn og trén)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
  • Lengd: 95 mín.
  • Land: Frakkland
  • Texti: Enskur
  • Leikstjórar: Olivier Ducastel, Jacques Martineau
  • Aðalhlutverk: Guy Marchand, Françoise Fabian og Sabrina Seyvecou

Frederick er höfuð virðulegrar efnafjölskyldu og síðastliðin sextíu ár hefur hann átt sér leyndarmál. Konan hans og elsti sonur eru þau einu sem vita hið sanna. Samband hans við soninn er erfitt en þegar sonurinn fellur skyndilega frá, finnur Frederick sig knúinn til að koma útúr skápnum og opinbera samkynhneigð sína. Við það hriktir í stoðum fjölskyldunnar. Myndin hefur fengið frábæra dóma.

SÝNINGARSKRÁ:

29. júlí – Howl (20:00), Broderskab (22:00)
30. júlí – Howl (22:00)
31. júlí – Broderskab (20:00), Howl (22:00)
1. ágúst – Howl (20:00), Howl (22:00)
2. ágúst – Howl (20:00), Howl (22:00)
3. ágúst – Tomboy (20:00), Broderskap (22:00)
4. ágúst – Howl (20:00), Tomboy (22:00)
5. ágúst – Family Tree (20:00), Howl (22:00)
6. ágúst – Howl (20:00), Family Tree (22:00)
7. ágúst – Tomboy (20:00), Family Tree (22:00)

Kvikmyndir
Engin skoðun á “Hinsegin bíódagar 29. júlí – 7. ágúst”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.