Andlit norðursins (Last Days of the Arctic)
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2011
- Lengd: 90 mín.
- Land: Ísland
- Texti: Enginn
- Stjórnandi: Magnús Viðar Sigurðsson
- Framleiðandi: Margrét Jónasdóttir fyrir Sagafilm
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 19. ágúst
EFNI: Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari hefur undanfarinn aldarfjórðung myndað menn og náttúru á norðurslóðum. Hann gerir sér ljóst að umhverfi þessa fólks er á hverfanda hveli, bæði af völdum almennrar nútímavæðingar en einnig af völdum loftslagsbreytinga. Fyrir honum vakir að festa fólkið og lífshætti þess á filmu áður en það verður of seint. Til þess verður hann að ávinna sér traust þeirra, verða einn af þeim, læra að komast af í aðstæðum sem eiga fátt skylt með þægindum nútímans. Aðeins þannig ávinnur hann sér rétt til að komast að þessu fólki, heyra sögur þess og fá að mynda það í umhverfi sínu.
Ragnar, einn færasti ljósmyndari okkar, hefur varið megnið af starfsævi sinni í ástríðufulla skrásetningu á þessum hulda heimi ævintýra og dularmagnar sem stendur okkur svo nærri, en er um leið svo órafjarri.
Athugið, sýnd án texta. No English subtitles.