Vandana Shiva á Íslandi
Mánudaginn 29. ágúst kl. 17.00 heldur indverska baráttukonan Vandana Shiva fyrirlestur í Háskólabíói. Shiva er fræðikona, femínisti og rithöfundur og heimsþekkt fyrir störf sín í þágu sjálfbærrar þróunar, umhverfis og mannréttinda. Í tengslum við heimsókn hennar sýnir Bíó Paradís þrjár heimildamyndir sem tengjast baráttumálum hennar.
Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20:00
Seeds and Seed Multinational
Um baráttu Vandana Shiva á Indlandi gegn erfðabreyttum lífverum frá fjölþjóðafyrirtækjum og uppbyggingu fræbanka m.m.
Laugardaginn 27. ágúst kl. 20:00
Life Running Out of Control
Um samfélagslegar og síðfræðilegar afleiðingar erfðabreyttra lífvera.
Sunnudaginn 28. ágústkl. 20:00
Scientists Under Attack
Þegar vísindamenn komast að niðurstöðum sem henta ekki iðnaðinum sem kostar ransóknastofur eða háskólana – hvað gerist þá?
Vandana Shiva hefur varið málstað minnihlutahópa víða um heim og unnið ásamt milljónum bænda við að bjarga staðbundnum sáðkornstegundum frá útrýmingu. Hún hefur löngum barist með smáframleiðendum í þágu lífræns landbúnaðar og hún er einn atkvæðamesti gagnrýnandi erfðabreytinga á nytjaplöntum í heiminum. Hún hefur beitt sér gegn því að fjölþjóðleg fyrirtæki nái yfirráðum yfir matvælaframleiðslu og gegn einkavæðingu vatns. Hún hefur jafnframt unnið ötullega að réttindum kvenna, m.a. til að auka áhrif þeirra í landbúnaði, og að varðveislu staðbundinnar þekkingar sem er að glatast vegna hnattrænna áhrifa og sóunar á náttúruauðlindum.
Að komu Vandana Shiva til Íslands standa Háskóli Íslands, EDDA – öndvegissetur, Slow Food Reykjavík og Framtíðarlandið.
[…] more information (in Icelandic) visit the webpage of Bíó Paradís. Today, 10:57 PM Leave a […]