Ge9n
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2011
- Lengd: 79 mín.
- Land: Ísland
- Framleiðandi: SeND (Sekúndu nær dauðanum)
- Meðframleiðandi: Argout film
- Stjórn og klipping: Haukur Már Helgason
- Framleiðsla: Bogi Reynisson og Haukur Már Helgason
- Aðaltökumaður: Miriam Fassbender
- Hljóðupptökur og hljóðvinnsla: Bogi Reynisson
- Eftirvinnsla: Androom
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 9. september
EFNI: Ge9n er kvikmynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerðina voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi“. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir 40 dögum fyrir búsáhaldabyltinguna svokölluðu.
UMSÖGN: Ge9n var frumsýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði, 11. júní 2011. Kvikmyndin fjallar um fólk sem sætti ákæru fyrir „árás á Alþingi“ vegna aðgerðar 8. desember 2008.