Carlos: The Movie (Carlos)
- Tegund og ár: Pólitískt drama, 2011
- Lengd: 162 mín.
- Land: Frakkland, Þýskaland
- Texti: Enskur
- Leikstjórn: Olivier Assayas
- Aðalhlutverk: Édgar Ramírez, Alexander Scheer, Alejandro Arroyo
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 7. október 2011
EFNI: Saga hins alræmda morðingja og hryðjuverkamanns Ilich Ramírez Sánchez, betur þekktur sem Carlos eða Sjakalinn. Eftir fjölda sprengjuárása öðlaðist Carlos heimsfrægð þegar hann réðist til atlögu á höfuðstöðvar OPEC í Vínarborg með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. Hann var um árabil einn eftirsóttasti glæpamaður heims.
UMSÖGN: Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og einróma lof gagnrýnenda. Þá var hún á fjölda lista yfir bestu myndir ársins 2010, m.a. í tímaritinu Film Comment, vefsíðunni IndieWire og vikublaðinu Village Voice.