Mánuður meistarans/Alejandro Jodorowsky: Fando y Liz
Mánuður meistarans:
Mánuður meistarans er nýr liður á dagskránni okkar. Hver mánuður frá október til apríl verður helgaður tilteknum leikstjóra og verða fjórar myndir viðkomandi sýndar, hver þrisvar um hverja helgi.
Alejandro Jodorowsky:
Alejandro Jodorowsky er fæddur 1929 í Chile. Hann er hylltur um veröld víða fyrir afar sérstæðar myndir sínar sem eru uppfullar af súrrealísku ofbeldi og sérkennilegri blöndu mystíkur og trúarlegra ögrana. Verk hans hafa hlotið takmarkaða dreifingu en notið vinsælda í hverskyns jaðarkreðsum. Sjálfur nefnir hann Fellini sem sinn helsta áhrifavald meðan listamenn á borð við Marilyn Manson og David Lynch hafa sótt innblástur til hans. Jodorowsky hefur ekki verið mjög pródúktívur sem kvikmyndagerðarmaður hin seinni ár, en hann starfar einnig sem leikskáld og sviðsleikstjóri í Mexíkó. Hann stefnir þó að því að filma framhald af El Topo á næsta ári og kallast verkið Abel Cain.
FANDO Y LIZ:
1968 / 93 mín.