Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Masterclass: Rúnar Rúnarsson

Masterclass: Rúnar Rúnarsson

Oct 03, 2011 Engin skoðun

Hinn margverðlaunaði leikstjóri Rúnar Rúnarsson ræðir um stuttmyndir sínar og ferilinn.  Stuttmyndirnar sýndar ásamt broti úr Eldfjalli, fyrstu bíómynd Rúnars.

Fimmtudagskvöld kl. 20:00. Miðaverð: 1.200 kr.

Rúnar Rúnarsson hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli í kvikmyndaheiminum fyrir stuttmyndir sínar og má þar sérstaklega nefna Síðasta bæinn sem hlaut m.a. tilnefningu til Óskarsverðlauna og Smáfugla sem keppti um Gullpálmann í Cannes í flokki stuttmynda. Báðar myndirnar hafa sópað að sér tugum verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim, auk Önnu, lokamyndar hans frá Danska kvikmyndaskólanum.

Rúnar hefur nú sent frá sér fyrstu bíómynd sína Eldfjall, sem frumsýnt var í Director’s Fortnight flokknum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum. Myndin var frumsýnd hér á landi á nýafstaðinni RIFF hátíð og hlaut þar alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin og Kvikmyndaverðlaunkirkjunnar. Hún er einnig framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna á næsta ári.

Í tilefni þessara tímamóta stendur Bíó Paradís fyrir svokölluðum Masterclass með Rúnari þann 6. október þar sem hann ræðir um feril sinn, reynslu sína af því að fóta sig í kvikmyndabransanum og myndir sínar. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri ræðir við Rúnar. Alls tekur dagskráin um þrjár klukkustundir með hléi.

Evrópa, Ísland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Masterclass: Rúnar Rúnarsson”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.