My Perestroika (Í nafni friðar)
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
- Lengd: 88 mín.
- Land: Rússland, Bretland, Bandaríkin
- Texti: Enskur
- Stjórn: Robin Hessman
- Dagskrá: Frí sýning í boði Reykjavíkurborgar og Bíó Paradísar
- Sýnd: 17. október 2011, kl. 20:00
EFNI: Fylgst er með venjulegri rússneskri fjölskyldu sem lifir afar óvenjulega tíma – sögusviðið spannar allt frá æskuárum foreldranna í kyrrstöðu Sovétríkjanna til hins samfélagslega óróa sem nú einkennir Rússland.
Við fyrstu sýn virðist sem allt sé gerbreytt frá Sovéttímanum. Foreldrarnir eru hluti af hinum “ósýnilega” fjölda venjulegra Rússa sem ala börn sín upp í heimi sem virðist langt handan þeirra villtustu drauma.
En eru breytingarnar eftilvill aðeins á yfirborðinu?
Fjölskyldan; Borya, Lyuba, Andrei, Olga og Ruslan deila með okkur sögu sinni. Þau voru síðasta kynslóðin sem ólst upp handan Járntjaldsins. Myndin flettar samtímanum við fágætar 8mm kvikmyndir frá áttunda áratug síðustu aldar ásamt hinum opinberu áróðursmyndum sem voru hluti af tilveru þeirra. Minningar þeirra og skoðanir fara stundum saman en stundum ekki, en saman draga þau upp flókna mynd af þeim áskorunum, draumum og vonbrigðum sem forma tilveru þeirra í dag.
UMSÖGN: Myndin hefur verið sýnd á fjöldamörgum hátíðum um allan heim og unnið til margra verðlauna.