Skólasýningar á klassískum kvikmyndum!
BÍÓ PARADÍS OG TÖFRALAMPINN EHF Í SAMSTARFI VIÐ REYKJAVÍKURBORG KYNNA SKÓLASÝNINGAR Á KLASSÍSKUM KVIKMYNDUM Í OKTÓBER OG NÓVEMBER.
Verkefnisstjóri er Oddný Sen, kvikmyndafræðingur.
Kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga verður í Bíó Paradís á hverjum fimmtudegi í sex vikur þar sem sýningar fyrir börn eru klukkan 10:30 og sýningar fyrir unglinga klukkan 13:00.
Tilgangurinn með sýningunum er kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga í grunnskólum landsins. Börn og unglingar fá möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlum frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar og eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar. Þannig verða sýndar myndir frá Bandaríkjunum, Evrópu, Norðurlöndum, Austurlöndum, Íslandi og öllum heimsins hornum. Á undan hverri sýningu er haldinn fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt hugmyndum að ritgerðum og umsögnum barnanna um kvikmyndirnar.
Leitast verður við að skoða margvísleg temu eins og unglingsárin, tengsl nútíma kvikmynda við kvikmyndasöguna, úrvinnslu tilfinninga, félagsleg tengsl, samfélagsleg tengsl, listsköpun, sjónarhorn og uppsetningu svo fátt eitt sé nefnt.
UPPLÝSINGAR UM SÝNINGARNAR ERU HÉR AÐ NEÐAN:
__________________________________________________________________________________
- FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER:
- SÝNING KL. 10:30 BÖRN
GOLD RUSH (GULLÆÐIÐ)
- TEGUND OG ÁR: Leikin, þögul gamanmynd, 1925
- LENGD: 72 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Charles Chaplin
- AÐALHLUTVERK: Charles Chaplin, Georgia Hale, Mack Swain
Chaplin sagði mörgum sinnum að Gullæðið væri myndin sem hann vildi láta minnast sín fyrir. Hún gerist á slóðum gullgrafara í Alaska um aldamótin þar sem Flækingurinn (Chaplin) er staddur í leit að gulli. Hann leitar skjóls í litlum kofa ásamt gullgrafara sem er leikinn af Mack Swain. Þeir félagar komast hvergi til að ná í mat vegna veðursins og neyðast til að borða soðna skó á þakkargjörðardaginn. Stúlka að nafni Georgía kemur til sögunnar og verða kynni hennar og Flækingsins með óvæntan hætti.
Atriðið þar sem Flækingurinn matreiðir máltíð með skónum hefur verið endurgert mörgum sinnum, þar á meðal í kvikmyndinni um Chaplin, “Chaplin” (1992) með Robert Downey Jr. í aðalhlutverki og í “Benny and Joon” (1993) með Johnny Depp.
__________________________________________________________________________________
- SÝNING KL. 13:00 UNGLINGAR OG 12 ÁRA BÖRN
CINEMA PARADISO (PARADÍSARBÍÓIÐ)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 1988
- LENGD: 123 mín.
- LAND: Ítalía
- LEIKSTJÓRI: Giuseppe Tornatore
- AÐALHLUTVERK: Jaques Perrin, Philippe Noiret, Leopoldo Trieste, Marco Leonardi
Cinema Paradiso er óður til kvikmyndanna þar sem nostalgía og raunsæi er samtvinnuð rómantík og gríni. Myndin segir frá leikstjóranum Salvatore (Jaques Perrin) og uppgjöri hans við bernskuárin í smábænum Giancaldo á Sikiley. Salvatore snýr aftur til Giancaldo til að vera við útför gamals vinar, Alfredo (Philippe Noiret), sem var sýningarstjóri í kvikmyndahúsi bæjarins, Cinema Paradiso. Alfredo gekk honum í föðurstað og kynnti hann fyrir heimi kvikmyndanna sem mótaði starf Salvatore á fullorðinsárunum.
Í myndinni er tekið á temum eins og æskunni, æsuástum, unglingsárum og hugleiðingum um æskuna á fullorðinsárum. Hún sýnir líka samtíma Salvatore og hvernig var að alast upp í Sikiley á sjötta áratugnum þar sem kaþólskir prestar gengdu meðal annars hlutverki kvikmyndaeftirlitsins. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin árið 1990 fyrir bestu erlendu myndina og dómnefndarverðlaunin í Cannes sama ár.
_______________________________________________________________________________________
- SÝNINGAR FIMMTUDAGINN 20. OKTÓBER 2011.
- KL. 10:30 – BÖRN
CITY LIGHTS (BORGARLJÓS)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, þögul 1931
- LENGD: 87 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Charles Chaplin
- AÐALHLUTVERK: Charles Chaplin, Virgina Cherrill og Harry Myers
Borgarljósin er talin vera ein af bestu myndum Chaplin á löngum ferli. Flækingurinn verður ástfanginn af blindri blómasölustúlku og ákveður að veita henni sjónina aftur. Þar með ratar hann í ótrúleg og grátbrosleg ævintýri og reynir meðal annars fyrir sér sem hnefaleikari með óvæntum árangri.
Þótt talmyndir væru komnar til sögunnar seint á fjórða áratugnum ákvað Chaplin að hafa myndina þögla með titlum á milli myndskeiða þar sem honum fannst gæði talmyndanna ófullnægjandi enn sem komið var. Hann samdi tónlistina sjálfur, en í henni gætir margs konar áhrifa úr fjölleikahúsum, söngleikjum, tangó og spænskri og ískri þjóðlagatónlist.
_____________________________________________________________________________________
- SÝNING KL. 13:00 UNGLINGAR
SÝNDU MÉR ÁST (F***ING AMAL)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 1998
- LENGD: 89 mín.
- LAND: Svíþjóð
- LEIKSTJÓRI: Lukas Moodysson
- AÐALHLUTVERK: Rebecka Liljeberg, Alexandra Dahlström
Sýndu mér ást er fyrsta mynd sænska leikstjórans Lukas Moodysson í fullri lengd. Hún fjallar um tvær unglingsstúlkur, Agnes (Rebecka Liljeberg) og Elin (Alexandra Dahlström), sem búa í smábænum Åmål í Svíþjóð og kynnast í skólanum. Stúlkurnar tvær eru ólíkar en tengjast vegna þess að báðar eru óánægðar með lífið. Agnes á enga vini og á við þunglyndi að stríða; Elin er vinsæl stúlka en leiðist lífið. Stúlkurnar tengjast á óvæntan hátt en skortir þroska til að vinna úr viðkvæmum málum sem koma upp.
Myndin hlaut Teddy-verðlaunin árið 1999 í Berlín auk fjölda verðlauna og viðurkenninga.
_______________________________________________________________________________________________
- SÝNINGAR FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 2011.
- SÝNING KLUKKAN 10:30 BÖRN
NOSFERATU, EINE SYMPHONIE DES GRAUEN (NOSFERATU)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 1922
- LENGD: 94 mín.
- LAND: ÞÝSKALAND
- LEIKSTJÓRI: F.W. Murnau
- AÐALHLUTVERK: Max Schreck, Gustav von Wangenheim, Greta Schröder
FYRSTA VAMPÍRUMYND ALLRA TÍMA, LÖNGU Á UNDAN TWILIGHT!
Nosferatu – Eine Symphonie des Grauens (Hrollvekjusinfónían) frá 1922 er meðal frægustu verka Murnaus en myndin var ólöglega byggð á skáldsögu Bram Stokers, Drakúla. Hún er því fyrsta myndin sem gerð hefur verið um Drakúla og vampírutemað en er jafnframt expressjónískt meistaraverk. Murnau lýsti því sjálfur yfir að í myndinni hefði hann reynt að komast næst expressjónískum gildum – stefnan byggir á því að innra hugarástand er sýnt utan frá með sviðsmynd, látbragði og stíl – og notað til þess sérkennilega lýsingu og furðuleg sjónarhorn.
Gott dæmi um það er útlit Nosferatus sjálfs í mögnuðum leik Max Schreck og atriðið með draugavagninum, en Murnau notaði negatífu filmunnar til að skapa draumkennt ástand þar sem svart verður hvítt. Minni eins og ógn vampírunnar, kistur, rottufaraldur og plágan voru í raun hugsuð sem tákn um hvernig komið var fyrir hinu sigraða Þýskalandi þegar myndin var í framleiðslu en hefur oftast gleymst sem áhersluþáttur í hinum fjölmörgu endurgerðum myndarinnar.
_____________________________________________________________________________________
- SÝNING KLUKKAN 13:00 UNGLINGAR
THE BIRDS (FUGLARNIR)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, hrollvekja, 1963
- LENGD: 119 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Alfred Hitchcock
- AÐALHLUTVERK: Tippi Hedren, Rod Taylor og Jessica Tandy
Hitchcock gerði Fuglana eftir samnefndri skáldsögu Daphne du Maurier. Hún gerist í smábænum Bodega Bay í Kaliforníu þar sem íbúar verða fyrir skyndilegri árás fugla. Að vissu leyti er stuðst við sannsögulega atburði sem áttu sér stað í Bandaríkjunum árið 1961 þegar fuglager villtist inn í smábæ af völdum eitrunar. Í mynd Hitchcocks er hins vegar engin ástæða gefin fyrir árás fuglanna. Óróinn grípur um sig þegar ung kona, Melanie (Tippi Hedren) kemur í bæinn með ástarfugla í búri og kynni takast með henni og lögmanni bæjarins, Mitch (Rod Taylor).
Myndin vakti gífurlega athygli fyrir nýjungar í myndatöku og hljóðvinnslu, sér í lagi notkun þagnar og tónlistar og tæknibrellurnar þóttu einstakar. Myndin hafði víðtæk áhrif á marga kvikmyndagerðarmenn, þar á meðal Steven Spielberg og er ein af lykilkvikmyndum Hitchcocks.
Hún er ekki fyrir viðkvæma og ekki leyfð börnum undir 13 ára aldri.
_____________________________________________________________________________________
- SÝNINGAR FIMMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 2011.
- SÝNING KLUKKAN 10:30 BÖRN
GOLD RUSH (GULLÆÐIÐ)
- TEGUND OG ÁR: Leikin, þögul gamanmynd, 1925
- LENGD: 72 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Charles Chaplin
- AÐALHLUTVERK: Charles Chaplin, Georgia Hale, Mack Swain
Chaplin sagði mörgum sinnum að Gullæðið væri myndin sem hann vildi láta minnast sín fyrir. Hún gerist á slóðum gullgrafara í Alaska um aldamótin þar sem Flækingurinn (Chaplin) er staddur í leit að gulli. Hann leitar skjóls í litlum kofa ásamt gullgrafara sem er leikinn af Mack Swain. Þeir félagar komast hvergi til að ná í mat vegna veðursins og neyðast til að borða soðna skó á þakkargjörðardaginn. Stúlka að nafni Georgía kemur til sögunnar og verða kynni hennar og Flækingsins með óvæntan hætti.
Atriðið þar sem Flækingurinn matreiðir máltíð með skónum hefur verið endurgert mörgum sinnum, þar á meðal í kvikmyndinni um Chaplin, “Chaplin” (1992) með Robert Downey Jr. í aðalhlutverki og í “Benny and Joon” (1993) með Johnny Depp.
_________________________________________________________________________________________________
- SÝNING KLUKKAN 13:00 UNGLINGAR
METROPOLIS
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 1927
- LENGD: 153 mín.
- LAND: Þýskaland
- LEIKSTJÓRI: Fritz Lang
- AÐALHLUTVERK: Alfred Abel, Birgitte Helm, Gustave Fröliche
Metropólis eftir Fritz Lang þykir vera ein af mikilvægustu verkum þýska expressjónismans, tímabils sem hófst 1918 og stóð til 1933. Hún þykir ekki síður mikilvæg í kvikmyndasögunni sjálfri og er á Memory of the World hjá Lista- og menningardeild Unesco sem listaverk á borð við verk Goethes, Schillers, Shakespeares og fleiri.
Myndin er spásögn af heimi 21. aldar þar sem yfirstéttin býr við öll þægindi í skýjakljúfaborg en lægri stéttin hefst við neðanjarðar í stöðugum þrældómi. Brátt tekur glundroðinn fyrir tilstilli brjálaðs vísindamanns og vélmennis en Fritz Lang reyndi að túlka þessa spásögn eða útópíu með ljóðrænum aðferðum sem þóttu afar sérstakar á þessum tíma.
Flestar nútíma vísindaskáldsögumyndir og tölvuleikir eru undir sterkum áhrifum frá Metrópolis. Með sýningu þessarar myndar gefst unglingum kostur á að sjá hvers konar stórvirki liggur að baki vinsælustu spennumyndum okkar tíma og enn hefur hún slík áhrif á fólk á öllum aldri að því finnst að ekkert geti toppað hana.
_____________________________________________________________________________________
- SÝNINGAR FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER, 2011
- SÝNING KLUKKAN 10:30 BÖRN
RATATOUILLE
- TEGUND OG ÁR: Tölvuteiknuð gamanmynd, 2007
- LENGD: 111 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Brad Bird
- AÐALHLUTVERK: Patton Oswalt, Lou Romano, Ian Holm, Peter O´Toole
Ratatouille (þýðir á frönsku grænmetiskássa) segir frá rottunni Remy sem hefur sérlega vel þróað lyktarskyn og dreymir um að verða meistarakokkur. Fjölskylda hans hefur aðrar áætlanir fyrir hann og skipar honum að þefa uppi rottueitur en Remy kemst bakdyramegin inn á franskt veitingahús og tekst að ná marki sínu með ýmsum krókaleiðum.
Remy er unglingsrotta sem á sér draum og kappkostar að fá að lifa þann draum, hvað sem það kostar. Þótt fjölskyldan ætli honum annað hlutverk, tekst honum með elju og kappsemi að komast áfram á eigin spýtur. Ratatouille var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu teiknimyndina. Hún er talin ein af bestu tölvuteiknuðu gamanmyndum sem hafa verið gerðar og besta mynd um matargerðarlist ásamt Babette´s Feast.
_____________________________________________________________________________________
- SÝNING KLUKKAN 13:00 UNGLINGAR
VERTIGO (LOFTHRÆÐSLA)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 1958
- LENGD: 128 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Alfred Hitchcock
- AÐALHLUTVERK: James Stewart, Kim Novak, Barbara Bel Geddes
Vertigo eftir Hitchcock er rómantísk spennumynd. Hún fjallar um Scottie Ferguson leynilögreglumann í San Fransisco (James Stewart) sem kemst að því á fremur óheppilegan hátt að hann þjáist af lofthræðslu. Hann sest í helgan stein en tekur að sér að njósna um Madeleine (Kim Novak), eiginkonu gamals skólafélaga. Við nánari athugun kemur í ljós að Madeleine er upptekin af furðulegum leyndarmálum sem tengjast fortíð fjölskyldu hennar og er langt frá því að vera öll þar sem hún er séð.
Vertigo er talin vera ein af best heppnuðustu myndum Hitchcock og ein af þremur bestu kvikmyndum sem hafa verið gerðar samkvæmt lista British Film Institute. Hún er með rómantískustu myndum sem Hitchcock gerði, spennan er undirliggjandi og kemur fram í sérlega vel heppnaðri kvikmyndatöku og frásagnaraðferð sem hafði gífurleg áhrif á kvikmyndagerð fram á þennan dag.
_____________________________________________________________________________________
- SÝNINGAR FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER, 2011
- SÝNING KL. 10:30 BÖRN
SÝNDU MÉR ÁST (F***ING AMAL)
- TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 1998
- LENGD: 89 mín.
- LAND: Svíþjóð
- LEIKSTJÓRI: Lukas Moodysson
- AÐALHLUTVERK: Rebecka Liljeberg, Alexandra Dahlström
Sýndu mér ást er fyrsta mynd sænska leikstjórans Lukas Moodysson í fullri lengd. Hún fjallar um tvær unglingsstúlkur, Agnes (Rebecka Liljeberg) og Elin (Alexandra Dahlström), sem búa í smábænum Åmål í Svíþjóð og kynnast í skólanum. Stúlkurnar tvær eru ólíkar en tengjast vegna þess að báðar eru óánægðar með lífið. Agnes á enga vini og á við þunglyndi að stríða; Elin er vinsæl stúlka en leiðist lífið. Stúlkurnar tengjast á óvæntan hátt en skortir þroska til að vinna úr viðkvæmum málum sem koma upp.
Myndin hlaut Teddy-verðlaunin árið 1999 í Berlín auk fjölda verðlauna og viðurkenninga.
_____________________________________________________________________________________
- SÝNING KLUKKAN 13:00 UNGLINGAR
CROUHING TIGER, HIDDEN DRAGON (SKRÍÐANDI TÍGUR, DREKI Í LEYNUM)
- TEGUND OG ÁR: Leikin rómantísk ævintýramynd, 2000
- LENGD: 120 mín.
- LAND: Tævan, Kína, Hong Kong
- LEIKSTJÓRI: Ang Lee
- AÐALHLUTVERK: Chow Yun-Fat, Michelle Yeoh, Zhang Ziyi, Chang Chen
Skríðandi tígur, dreki í leynum gerist árið 1779 á tímum Quianlong keisara og segir frá karlmönnum og konum sem eru meistarar í austurlenskum bardagalistum, svokallaðri Wudang-tækni. Mu Bai (Chow Yun-Fat) og Yu Shu Lien (Michelle Yeoh) eru ástfangin en eru ófær um að tjá tilfinningar sínar. Mu Bai biður Yu Shu Lien að fara eð Wudang-sverðið Green Destiny til vinafólks í Peking. Þar hittir hún Jen (Zhang Ziyi) unga stúlku sem er á krossgötum í lífi sínu. Þegar sverðinu Green Destiny er stolið, tekur atburðarásin óvænta stefnu.
Bardagaatriðin eru óvenju vel útfærð og í áhrifamestu atriðunum fljúga persónurnar yfir húsþök í kínverskum borgum, stöðuvötn og í bambusskógum. Myndin hlaut yfir 40 verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina og tvö Golden Globe-verðlaun árið 2000. Hún er í 66. sæti á lista Empire Magazine yfir hundrað bestu kvikmyndir sem gerðar hafa verið.
____________________________________________________________________________________________________
(Oddný Sen – Öll réttindi áskilin)