Iceland Volcano Eruption / Into the Volcano
- TEGUND OG ÁR: Heimildamyndir, 2011
- LAND: Ísland
- LENGD: 97 mín. (samanlagt)
- STJÓRNENDUR: Jóhann Sigfússon & Bo Landin
- FRAMLEIÐENDUR: Anna Dís Ólafsdóttir & Marianne Landin
- MEÐFRAMLEIÐANDI: Hinrik Ólafsson
- HANDRIT: Bo Landin
- MYNDATAKA: Jóhann Sigfússon, Gunnar Konráðsson Bjarni Felix Bjarnason (Into Iceland‘s Volcano)
- HLJÓÐ: Sigtryggur Baldursson
- KLIPPING: Michael Fox, Steven Haugen, Adamn Van Wagoner
- DAGSKRÁ: Nýjar myndir
- SÝNDAR FRÁ: 21. okt. 2011
EFNI: Fyrri myndin er ítarleg frásögn af eldgosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 og áhrif þess á umheiminn. Sú seinni lýsir einstökum leiðangri inní Þríhnjúkagíg, sem er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að
komast inn í eldfjall. Leiðangursmenn finna þar merk gögn um hvernig íslensk eldfjöll virka.
UMSÖGN: Báðar myndirnar voru unnar fyrir National Geographic Channel og hafa vakið mikla athygli. Þær voru á dögunum báðar tilnefndar til Emmy-verðlauna fyrir kvikmyndatöku.