Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Stefnumót við franskar kvikmyndir (fyrri hluti)

Stefnumót við franskar kvikmyndir (fyrri hluti)

Oct 18, 2011 1 skoðun

Í tilefni 100 ára afmælis síns hefur Alliance Francaise fengið sex þjóðkunna einstaklinga til að kynna og sýna franska kvikmynd sem er í uppáhaldi hjá viðkomandi. Alls verða sýndar sex myndir, þrjár helgina 21.-23. október og aðrar þrjár helgina 4.-6. nóvember (verða kynntar síðar). Hver mynd verður aðeins sýnd einu sinni.

Þeir sem kynna myndir helgina 21.-23. október eru:

21. október: Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri:
Les Plages d’Agnès, Agnès Varda

22. október: Dagur Kári kvikmyndaleikstjóri:
L’argent, Robert Bresson

23. október: Dr Gunni, tónlistarmaður og fjölmiðlungur:
Le Charme discret de la bourgeoisie, Luis Buñuel

UM MYNDIRNAR:

Les Plages d’Agnès (Strendur Agnesar) Agnès Varda, 2008

Hinn kunna leikstýra Agnès Varda, sem var hluti af frönsku nýbylgjunni á sínum tíma, rifjar upp minningar sínar gegnum ljósmyndir, kvikmyndabúta, viðtöl, sviðsetningar og fjörlegar samtímasenur þar sem hún segir frá í eigin persónu.

  • SÝND: 21. október kl. 20

L’argent (Peningar) Robert Bresson, 1983

Falsaður 500 franka seðill ferðast frá manni til manns þar til hann lendir hjá sakleysingja sem veit ekki hvað hann er með í höndunum. Þetta hefur síðan afdrifaríkar afleiðingar á líf hans og leiðir hann á slóð glæpa og manndrápa.

  • SÝND: 22. október kl. 20

Le Charme discret de la bourgeoisie (Háttvísir broddborgarar) Luis Buñuel, 1972

Ein kunnasta mynd Bunuels, súrrelísk og draumkennd frásögn án skýrs söguþráðar sem hverfist kringum sex góðborgara og tilraunir þeirra til að snæða kvöldverð saman.

  • SÝND: 23. október kl. 20
Evrópa, Frakkland, Kvikmyndir

Ein skoðun to “Stefnumót við franskar kvikmyndir (fyrri hluti)”

  1. Háttvísir broddborgarar « DR. GUNNI says:

    […] mig til að velja eina mynd og tala smá á undan henni. Þetta er hluti af prógrammi þeirra, Stefnumóti við franskar kvikmyndir. Ég valdi þessa frábæru mynd, Háttvísa broddborgara, og verður hún sýnd í Bíóparadís […]

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.