Uppvakningahátíð 29.-30. okt.
Bíó Paradís kynnir í samstarfi við hljómsveitina Malneirophrenia:
Uppvakningahátíð
Helgina 29.-30. október verða sýndar sex kvikmyndir sem kljást við uppvakninga (eða zombíur) á einn eða annan hátt. Hryllingssveitin Malneirophrenia sér um dagskrá kvöldsins, en hún mun auk þess standa fyrir kvikmyndatónleikum laugardagskvöldið kl 20:00. Í myndavali var áhersla lögð á lítt þekktar perlur geirans og fyrst og fremst eldri myndir, sjaldséð eða gleymd meistarastykki, sem hafa staðist tímans tönn og slá út flest það sem ber upp á hvít hryllingstjöld samtímans. Sýnt verður af DVD.
Malneirophrenia leikur kammerpönk á píanó, selló og bassa og hefur haldið nokkra kvikmyndatónleika áður, m.a. í samstarfi við RIFF. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu, M, fyrr á árinu, þar sem finna má 10 frumsamdar tónsmíðar innblásnar af klassík, rokki og kvikmyndatónlist.
Radio Karlsson er raftónlistarsveit skipuð tveimur. Hún mun leika frumsamda tónlist við brot úr þöglum stuttmyndum á undan Malneirophreniu.
Dagskrá:
Athugið að nokkrar breytingar hafa orðið á dagskránni frá því sem stendur í dagskrárriti Bíó Paradísar. Rétt dagskrá er:
29. október:
- 18:00 Night of the Living Dead (1968)
- 20:00 Kvikmyndatónleikar – L’Inferno (1911) (Malneirophrenia og Radio Karlsson)
- 22:00 The Grapes of Death (1978)
30. október
- 18:00 White Zombie (1932)
- 20:00 Let Sleeping Corpses Lie (1974)
- 22:00 Zombi 2 (1979)
1000 kr. stök sýning / 2000 kr. kvöldið / 3500 kr. bæði kvöldin
Nánari upplýsingar á malneirophrenia.com.