Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Stefnumót við franskar kvikmyndir – seinni hluti

Stefnumót við franskar kvikmyndir – seinni hluti

Nov 03, 2011 Engin skoðun

Í tilefni 100 ára afmælis síns hefur Alliance Francaise fengið sex þjóðkunna einstaklinga til að kynna og sýna franska kvikmynd sem er í uppáhaldi hjá viðkomandi. Alls verða sýndar sex myndir, þrjár þeirra voru sýndar helgina 21.-23. október og aðrar þrjár verða sýndar helgina 4.-6. nóvember. Hver mynd verður aðeins sýnd einu sinni.

_____________________________________________________________________________________

  • FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER KL. 20:00

Friðrik Þór Friðriksson: Mon Oncle (J. Tati)

Meistaraverk Jacques Tati frá 1958 segir af Monsieur Hulot í ofur-tæknivæddri veröld sem hann skilur hvorki upp né niður í með vægast sagt skoplegum afleiðingum. Friðrik Þór kynnir myndina á undan sýningu og spjallar við áhorfendur á eftir.

_____________________________________________________________________________________

  • LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER KL. 20:00

Sirrý Arnarsdóttir: Paris (C. Klapisch)

Dansarinn Pierre bíður eftir nýju hjarta og harmar hlutskipti sitt meðan systir hans reynir að fá hann til að hætta vorkunnsemi og lífa lífinu. Frábært rómantískt gamandrama frá 2008 með Juliette Binoche og Romain Duris. Sirrý kynnir myndina á undan sýningu og spjallar við áhorfendur á eftir.

_____________________________________________________________________________________

  • SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER KL. 20:00

Hugleikur Dagsson: La Meute (F. Richard)

Hrollvekja frá 2010. Charlotte áir við þjóðvegasjoppu um nótt og verður þess áskynja að húsráðendur eru hinir verstu uppvakningar og svangir að auki! Gerast þá góð ráð dýr.  Hugleikur kynnir myndina á undan sýningu og spjallar við áhorfendur á eftir.

Evrópa, Frakkland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Stefnumót við franskar kvikmyndir – seinni hluti”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.