Superclásico (Erkifjendur)
TEGUND OG ÁR: Gamanmynd, 2011
LAND: Danmörk
LENGD: 99 mín.
LEIKSTJÓRI: Ole Christan Madsen
AÐALHLUTVERK: Anders W. Berthelsen, Paprika Steen, Jamie Morton, Sebastian Estevanez
TEXTI: Íslenskur
DAGSKRÁ: Nýjar myndir
SÝND FRÁ: 11. nóvember 2011
EFNI: Vínbúðareigandinn Christian er afar óhress með yfirvofandi brúðkaup fyrrverandi konu sinnar Önnu og hins heimsfræga og alræmda knattspyrnukappa Juan Diaz. Eftir að hafa fundið kjarkinn á botni eðalvínflösku ákveður Christian að halda til Argentínu, stöðva brúðkaupið og vinna Önnu sína aftur.
UMSÖGN: Þessi eldfjöruga rómantíska kómedía frá leikstjóra Flammen og Citronen sló rækilega í gegn í Danmörku fyrr á árinu og var nýlega valin framlag Danmerkur til Óskarsverðlaunanna.