KINO-KLÚBBUR: Peggy og Fred í helvíti
…just stand in that quicksand for a moment,
this shot won’t take long…
Leslie Thornton
Peggy og Fred í helvíti – Leslie Thornton (1984-2008, 90 min, blueray)
Peggy og Fred í helvíti segir af tveimur börnum, þeim Peggy og Fred, þar sem þau skoða sig um í ótilgreindri framtíðarveröld. Myndin er þroskasaga þar sem blandast saman vísindaskáldskapur, grín og samfélagsgagnrýni og þykir ein frumlegasta og mikilvægasta tilraunakennda kvikmynd seinni ára.
Kvikmyndir Leslie Thornton eru miðlægar í samtíma avant-garde kvikmyndalist en verk hennar takast á við strauma og stefnur í feminisma, táknfræði og menningarrýni. Myndir hennar leggja ríka áherslu á samspil hljóðs og myndmáls og Thornton teygir og togar kvikmyndaformið í tilraunum sínum á sviði margmiðlunar þar sem hún rannsakar sambandið á milli hreyfimynda, leikhúss og ljósmyndunar. Í þessum tilraunum sínum kannar hún þolmörk þess sem hægt er að endurgera, sýna og skapa með hljóði og mynd og veltir einnig fyrir sér sambandi áhorfenda og þess sem þeir upplifa af skjánum.
Hér eru einnig ummæli um myndina.
“Highly idiosyncratic and deeply creepy, this series as a whole – which includes passages in both film and video, sometimes shown concurrently – represents the most exciting recent work in the American avant-garde, a saga that raises questions about everything while making everything seem very strange”
(Jonathan Rosenbaum on PEGGY & FRED IN HELL)
“Thornton’s place in cinema history has already been assured for the sole reason that she is the author of Peggy and Fred in Hell.”
(Bill Krohn, Cahiers du Cinéma)