PÁLL ÓSKAR: Tommi og Jenni!
Páll Óskar Hjálmtýsson snýr aftur sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi með úrval Tomma og Jenna mynda úr safni sínu. Þá ærslafullu fjandvini þarf vart að kynna enda hafa þeir skemmt mörgum kynslóðum um veröld víða um áratugaskeið. Alls sýnir Páll Óskar tólf stuttar myndir um þá félaga og er heildarlengd dagskrárinnar um hundrað mínútur með hléi.
Dagskráin verður sýnd tvisvar á sunnudeginum, kl. 14 fyrir börnin og klukkan 20 fyrir fullorðnu börnin.
Myndirnar eru:
1. QUIET PLEASE! (1945)
2. LITTLE ORPHAN (1949)
3. MILLION DOLLAR CAT (1944)
4. ROCKIN‘ CHAIR TOM (1947)
5. THE INVISIBLE MOUSE (1947)
6. DESIGNS ON JERRY (1955)
7. TWO MOUSEKETEERS (1952)
8. SATURDAY EVENING PUSS (1949)
9. JOHANN MOUSE (1953)
10. SOLID SERENADE (1946)
11. TRIPLET TROUBLE (1952)
12. THE CAT CONCERTO (1947)
Allar eru gerðar af hinu goðsagnakennda tvíeyki William Hanna og Joseph Barbera á árunum 1944 til 1955. Þær eru sýndar með sérstöku leyfi MGM kvikmyndaversins.