ÞÖGLAR: Das Kabinett des Dr. Caligari (Sýning doktors Caligari)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1920
- Lengd: 71 mín.
- Land: Þýskaland
- Leikstjóri: Robert Wiene
- Aðahlutverk: Werner Krauss, Conrad Veidt, Lil Dagover
- Dagskrá: Þöglar myndir með Oddnýju Sen
- Sýnd: 28. nóvember 2011
EFNI: Das Kabinet des Dr Caligari er ein af frægustu kvikmyndum þögla tímabilsins og frumherjaverk á margan hátt. Hún segir frá geggjuðum dávaldi sem er ekki allur þar sem hann er séður og dyggum fylginaut hans, svefngenglinum Cesare. Báðir tengjast morðum í Holstenwall, þýsku fjallaþorpi. Myndin er að nokkru leyti byggð á minningum handritshöfunda um dvöl á geðsjúkrahúsi.
UMSÖGN: Myndin er talin ein af mögnuðustu hrollvekjum þögla tímabilsins þar sem þýskur expressjónismi kristallast í leik, sviðsmynd og frásögn. Hún er jafnframt fyrsta kvikmyndin þar sem endirinn vindur upp á sig og varpar nýju ljósi á frásögnina.
Oddný Sen kvikmyndafræðingur flytur stutt erindi á undan sýningu.