Á annan veg
- Tegund og ár: Gamandrama, 2011
- Lengd: 89 mín.
- Land: Ísland
- Framleiðandi: Mystery
- Leikstjórn: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
- Aðalhlutverk:: Hilmar Guðjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þorsteinn Bachmann
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 3. október 2011 / Endursýnd frá 9. desember 2011
EFNI: Meinfyndin og mannleg kómedía sem segir frá tveimur ungum mönnum sem starfa við vegavinnu á afskekktum fjallvegum á 9. áratugnum. Þeir handmála merkingar á malbik og reka niður tréstikur í vegkanta og hafa ekkert nema hvorn annan og tilbreytingalausa vinnuna – sem væri kannski allt í lagi ef þeim líkaði betur hvor við annan. En eftir að lífið tekur óvænta stefnu læra þeir að meta félagsskap hvors annars og þróa með sér vináttu – enda báðir á krossgötum í lífinu.
UMSÖGN: Þessi bíófrumraun Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hefur fengið frábæra dóma líkt og fræðast má um hér. Þá fékk hún The Baltic Film Prize á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi í byrjun nóvember og á dögum hlaut hún fyrstu verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Torino á Ítalíu, auk þess sem myndin fékk verðlaun fyrir besta handrit.