Motomania! (Fastest og TT: Closer to the Edge)
Bíó Paradís í samvinnu við Biking Viking Motorcycle Tours stendur fyrir sýningum á tveimur meiriháttar mótórhjólamyndum sunnudaginn 11. desember. Um er að ræða myndirnar Fastest og TT: Closer to the Edge. Sú fyrrnefnda verður sýnd kl. 20 og sú seinni kl. 22. Báðar myndirnar hafa fengið afburða dóma og óhætt er að lofa afbragðs skemmtun!
Miðaverð er 1.200 pr. mynd. Miða má kaupa á midi.is eða í miðasölu Bíó Paradísar (opið frá kl. 17).
Athugið að aðgangskort Bíó Paraísar gilda ekki.
Fastest:
Myndin fjallar um MotoGP heimsmeistarakeppnina og er tekin á tímabilinu 2010-2011. Þulur er enginn annar en Ewan McGregor og segir hann frá því hvernig Valentino Rossi eltist við tíunda heimsmeistaratitil sinn en hann þurfti að berjast við marga góða keppendur, meðal annars landa sinn Marco Simoncelli sem lést í kappakstri ekki alls fyrir löngu. Rossi eða “The Doctor” eins og hann er kallaður, lenti í fótbroti í heimakeppni sinni en náði að koma aftur til keppni aðeins 40 dögum seinna. Jorge Lorenzo stóð að lokum upp sem sigurverari en myndin, sem er í fullri lengd, lýsir vel innviðum keppninnar og þeim keppendum sem glíma við ein erfiðustu ökutæki á jarðkringlunni.
TT: Closer to the Edge
Þessi mynd lýsir á einstakan hátt hinni margfrægu og jafnframt alræmdu mótorhjólakeppni á eynni Mön, einum hættulegasta kappakstri sem haldin er ár hvert. Keppt er á götum eyjunnar og ekkert má út af bregða hjá keppendum til að enda ekki á húwsveggjum eða götusteinum. Þess vegna eru keppendurnir alveg sér á parti og er sérstaklega fylgst með einum þeirra, bifvélavirkjanum Guy Martin, og fórnum þeirra sem leggja það á sig að keppa í einstakri keppni í sinni röð.
Fastest stiklu má sjá hér (innfelling ekki leyfð):