Sailcloth (stuttmynd)
Bíó Paradís sýnir stuttmyndina SAILCLOTH eftir Elfar Aðalsteins með breska stórleikaranum John Hurt í aðalhlutverki, fimmtudaginn 29. desember kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Myndin er sem stendur í forvali fyrir bresku Baftaverðlaunin og Óskarsverðlaun í flokki stuttmynda.
EFNI: Aldraður ekkjumaður setur af stað óvænta atburðarrás til að hylma yfir brotthvarfi sínu af elliheimili í litlu sjávarþorpi. Eftir að hafa safnað saman nauðsynjum á slökkvistöðinni heldur hann niður á bryggju þar sem ferðafélagi bíður hans, reiðubúinn í þeirra hinstu ferð.
UMSÖGN: Myndin er skrifuð og leikstýrt af Elfari Aðalsteins en um kvikmyndatöku sá Karl Óskarsson. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum John Hurt sem er margverðlaunaður til að mynda fyrir leik sinn í Fílamanninum, Miðnæturhraðlestinni, 1984 og 44 Inch Chest. Myndin var tekin upp í sjávarþorpi í Cornwall á Bretlandseyjum og hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum og Evrópu.