Bíóbrjálæði: grjótharðar gellur Katrinu Del Mar
Bandaríska költ-leikstýran Katrina Del Marsýnir þrjár mynda sinna og svarar spurningum gesta á eftir.
Miðvikudaginn 25. janúar kl. 20
Katrina Del Mar hefur verið kölluð óskilgetið afkvæmi Russ Meyer (með viðkomu í Larry Clark) fyrir fyndnar, fjörugar og grófar myndir sínar um eldhressar lesbíur sem tæta og trylla á mótórhjólum og rétta manni og öðrum einn á lúðurinn ef því er að skipta. Myndirnar eru gerðar fyrir afar litla peninga en einkennast af ástríðu og krafti, þetta eru nútíma ævintýri með skvettu af ljótum raunveruleika sem glóir eins og gimsteinn í kórónu hreinnar fantasíu.
_________________________________________________________________________________
GANG GIRLS 2000
25:20
Stelpugengismyndin sem olli straumhvörfum! Fjórar dúndurgellur þeysa um á mótórhjólum á Lower East Side í New York og á strönd Coney Island. Film Threat kallaði þetta “snilldarmynd” og gaf henni fjóra og hálfa stjörnu.
_________________________________________________________________________________
SURF GANG
25 min.
Ungar systur neyðast til að sjá um sig sjálfar. Önnur hverfur í hafið en hin stofnar stelpugengi í New York. Gengið þarf að kljást við illskeyttan mafíósa og verja sig með öllum tiltækum ráðum, milli þess sem þær sörfa í sjónum. Hlaut verðlaun sem besta tilraunamyndin á Planet Out Short Movie Awards.
_________________________________________________________________________________
Hell on Wheels; Gang Girls Forever!!
35 min.
Stelpugengismyndin sem lokar költmyndaþríleiknum! Allir eru á hjólum hvert sem litið er; lesblindir mótórhjólatöffarar, heimilislaust hjólabrettalið, skellinöðrugengi í veðmálum eða ökuþórar á ofur-köggum! Allir eru stjörnur og rokkið dunar.
[…] The Icelandic Premiere of these groundbreaking, pavement shaking, hip swingin films will be at the Bio Paradis Wednesday, January 25 @ 8pm. As the director of these films, I will be present at the screening for […]