NO, Global Tour
- Tegund og ár: heimildarmynd, 2009-2011
- Lengd: 120 mín.
- Land: Spánn
- Texti: (á ensku)
- Stjórnandi: Santiago Sierra
- Dagskrá: Viðburður
- Sýnd: Þriðjudag 24. janúar kl. 20
EFNI: NO, Global Tour eftir Santiago Sierra er sýnd í Bíó Paradís í tengslum við sýningu á verkum spænska listamannsins Santiago Sierra í Listasafni Reykjavíkur- Hafnarhúsi. Í myndinni er fylgst með ferðalagi skúlptúrsins NO Global Tour sem ferðast hefur til helstu staða í hinum vestræna heimi meðal annars innan Evrópu, um Bandaríkin, Kanada, Ástralíu og Japan. NO Global Tour er feikistór skúlptúr Santiago Sierra sem ferðast hefur víðsvegar um heiminn allt frá árinu 2009. Skúlptúrinn sem um 3 metrar á hæð, tæpir 5 metrar að breidd og vegur yfir 1,5 tonn að þyngd, myndar orðið „NO“, sem útleggst á íslensku sem „NEI“.
Það var þann 18. júlí 2009 sem skúlptúrinn NO birtist á Lucca á Ítalíu. Að tveimur mánuðum liðnum þegar flytja átti verkið til Berlínar var skúlptúrnum komið fyrir á pallbíl sem ferðast gæti með hann víðar. Hann hefur verið á ferðinni síðan. Án þess að hafa fastmótaða ferðaáætlun var verkið hugsað í alþjóðlegu samhengi frá upphafi. Verk sem gæti ferðast um allan heiminn og haft sömu áhrif. No Global Tour er opin yfirlýsing sem tengir við hvern þann stað sem verkið ferðast á. Neitunin virkar á ólíkan hátt eftir staðsetningu sinni. Hvort sem verkið er á ferð um fjármálahverfin eða fátækrahverfin, undirstrikar það þær samfélagslegu aðstæður, spillingu eða misskiptingu sem á sér stað í nútímasamfélagi í hinum vestræna heimi.
UMSÖGN: Kvikmyndin NO, Global Tour var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar árið 2011.