Skuggarnir í fjöllunum (Qaqqat Alanngui)
- Tegund og ár: Hrollvekja, 2011
- Lengd: 127 mín.
- Land: Grænland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Malik Kleist
- Aðalhlutverk: Ujarneq Fleischer, Eqaluk Høegh og Jeff Joensen
- Kvikmyndataka: Freyr Líndal Sævarsson
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 27. janúar 2012
EFNI: Hópur grænlenskra ungmenna fer í frí í skála fjarri mannabyggðum. Brátt verða þau þess áskynja að þau eru ekki ein og hefst þá barátta upp á líf og dauða.
UMSÖGN: Þær eru teljandi á fingrum annarrar handar, bíómyndirnar sem Grænlendingar hafa gert sjálfir, þessi er önnur í röðinni. Hún hefur slegið í gegn í heimalandinu þar sem yfir 18.000 manns hafa séð hana af um 50.000 íbúum. Þessi hressandi og hrollvekjandi spennumynd var mynduð af íslenska tökumanninum Frey Líndal Sævarssyni.
[…] BIO PAradis http://bioparadis.is/2012/01/23/skuggarnir-i-fjollunum-qaqqat-alanngui/ Ríkisútvarpið RUV http://www.ruv.is/djoflaeyjan Online Media Vis´rs omtale af Freyr Líndal […]