Ljósvakaljóð
Stuttmyndahátíð fyrir kvikmyndagerðarmenn á aldrinum 15- 25 ára. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru Zik Zak kvikmyndir, Bíó Paradís og Reykjavíkurborg. Aðgangur er ókeypis.
Hin árlega stuttmyndahátíð ungra kvikmyndagerðarmanna fer fram í sjötta skiptið laugardaginn 28. janúar.
Dagskráin hefst kl. 13:00 með málþingi með þekktum aðila úr kvikmyndabransanum sem kynnt verður síðar. Kl. 16:00 hefst stuttmyndakeppnin.
Valdar verða 6-10 stuttmyndir úr innsendum myndum til að keppa um aðalverðlaunin, 50.000 kr. peningaverðlaun, en keppt verður að þessu sinni í tveimur flokkum: 15-20 ára og 21-25 ára. Þá verða einnig veitt 20.000 kr. peningaverðlaun ásamt fleiri vinningum fyrir besta innsenda og óframleidda stuttmyndahandritið.
Í dómnefnd stuttmynda eru:
- Reynir Lyngdal leikstjóri (Okkar eigin Osló, Hamarinn, Frost (í tökum)).
- Harpa Þórsdóttir framleiðandi (Vaktarseríurnar, Bjarnfreðarson, Heimsendir).
- Hilmar Guðjónsson leikari (Á annan veg, Bjarnfreðarson).
- Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Félags kvikmyndagerðarmanna.
Í dómnefnd handrita eru:
- Hafsteinn G. Sigurðsson handritshöfundur og leikstjóri (Skröltormar Á annan veg)
- Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur (Réttur, Svartir englar, Pressa).
Nánar um dagskrá, reglur og fyrirkomulag má finna á www.ljosvakaljod.is.