The Descendants (Afkomendurnir)
- Tegund og ár: Drama, 2011
- Lengd: 115 mín.
- Land: Bandaríkin
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Alexander Payne
- Aðalhlutverk: George Clooney, Shailene Woodley og Amara Miller
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 17. febrúar 2012
EFNI: Matt King, innfæddur Hawaii-búi, fer með eignarhaldið á stóru landi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hans um áratugaskeið. Hann stendur nú andspænis þeirri ákvörðun að annað hvort selja landið eða fara sjálfur út í framkvæmdir á því. Þá dynur sá harmleikur yfir að eiginkona hans, Elizabeth, slasast svo alvarlega á sjóskíðum að hún liggur nú í dái og eru litlar líkur á að hún muni nokkurn tímann ná sér. Matt, sem hingað til hefur reitt sig á Elizabetu, er nú skyndilega orðinn einstæður faðir og kemst að því von bráðar að ef til vill þekkir hann ekki dætur sínar tvær eins vel og hann hélt. Þess utan verður hann fyrir öðru áfalli þegar hann kemst að því að Elizabeth hafi verið honum ótrú og ætlað að skilja við hann og allir virðast hafa vitað það nema hann…
UMSÖGN: Óskarsverðlaunahafinn Alexander Payne sem m.a. leikstýrði Sideways og About Schmidt færir okkur hér enn eitt meistaraverkið þar sem George Clooney sýnir svo ekki verður um villst að hann er einn albesti leikari heims og skilar sinni bestu frammistöðu til þessa í þessari mögnuðu mynd. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna. Vann sem besta myndin í dramaflokki og George Clooney sem besti leikari ársins. Myndin er á yfir 150 topp 10 listum yfir bestu myndir ársins!