Amma lo-fi
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2011
- Lengd: 60 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnendur: Orri Jónsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 30. mars 2012
EFNI: Amma Lo-fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræðisaldri. Á 7 árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins, hver og ein þeirra barmafull af sérviskulegum, grípandi tónsmíðum þar sem fléttast saman ólíkar hljóðuppsprettur; mjálm og korr gæludýra Sigríðar, ýmis konar leikföng, eldhússlagverk og casio hljómborð. Þessi einstaka tónlistar- og myndlistarkona er nú dáð költ fígúra meðal íslenskra tónlistarmanna, en nokkrir þeirra votta henni og ómótstæðilegum lagstúfum hennar virðingu sína í myndinni með stuttum performönsum. Fulltrúar aðdáenda Sigríðar í myndinni eru: Hildur Guðnadóttir, Mugison, múm, Sin Fang, Mr Silla og Kría Brekkan.
UMSÖGN: Amma Lo-fi er frumraun þriggja tónlistarmanna á kvikmyndasviðinu. Myndin var að mestu skotin á Super-8 og 16 mm filmu á um 7 árum og fangar kreatívasta tímabilið í lífi Sigríðar Níelsdóttur sem á margan hátt minnir á teiknimyndafígúru. Ljóðræn uppátæki á borð við það að fóstra vængbrotnar dúfur sem syngja fyrir hana í staðinn eða það að breyta rjómaþeytara í þyrlu, kalla á teiknaðar hreyfimyndir sem brúa óljóst bilið á milli einstaks ímyndunarafls Sigríðar og ljómandi óvenjulegri hversdags tilveru hennar. Amma Lo-fi er kvikmyndaður óður til stórkostlegrar tónlistarkonu og óviðjafnanlegs sköpunarkrafts hennar.
Myndin var nýverið sýnd í MoMA; Museum of Modern Art í New York, á South By Southwest hátíðinni í Austin, International Film Festival Rotterdam og Copenhagen DOX þar sem myndin hlaut Sound & Vision verðlaunin sem besta tónlistarmynd hátíðarinnar. Í augnablikinu ferðast myndin á milli 40 borga í Mexíkó sem hluti af Ambulante hátíðinni og framundan er fjöldi annarra sýninga víða um heim, meðal annars á BAFICI í Buenos Aires, Indie Lisboa í Portúgal og Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Peking.
Viðtal við kvikmyndagerðarmennina í Bowlegs músikvefritinu.
Umsögn Rolling Stone um myndina.
MusicWeb fjallar um myndina eftir verðlaun í Kaupmannahöfn.
[…] winning documentary Grandma Lo – Fi will premier at Icelandic cinema Bíó Paradís tonight. The documentary is a portrait of extraordinary musician, late Sigríður Níelsdóttir, a […]