Baráttan um landið
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
- Lengd: 61 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnandi: Helena Stefánsdóttir
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 4. apríl 2012
EFNI: Myndin segir sögu þeirrar náttúru sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Íslandi. Einnig drepur sagan á þeim ómetanlegu náttúruperlum sem nú þegar hefur verið fórnað fyrir stóriðju, en í dag fara u.þ.b. 80% af framleiddri raforku á Íslandi í erlenda stóriðju. Sagan er sögð af hinum hógværu röddum sem búa á og unna landinu sem er í hættu og hefur verið eyðilagt.