Laxness í lifandi myndum 23.-28. apríl
Hátíð helguð kvikmyndum Halldórs Laxness. Alls átta kvikmyndir, þar á meðal Brekkukotsannáll og Paradísarheimt sem ekki hafa sést síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Sýndar frá 23.-28. apríl.
Hátíð helguð kvikmyndum Halldórs Laxness. Alls átta kvikmyndir, þar á meðal Brekkukotsannáll og Paradísarheimt sem ekki hafa sést síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Sýndar frá 23.-28. apríl.
Pólsk teiknimynd með enskum texta og íslensku tali og sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta sem hægt verður að hlusta á í gegnum heyrnartól á vegum verkefnisins „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“. Sýnd 6. desember kl 12:00 og er aðgangur ókeypis.
The film will be shown during Iceland Airwaves at 18:00 at Bíó Paradís. Biophilia Live’ is a concert film by Nick Fenton and Peter Strickland that captures the human element of Björk’s multi-disciplinary multimedia project: Biophilia. Recorded live at Björk’s show at London’s Alexandra Palace in 2013, the film features Björk and her band performing every song on ‘Biophilia’ and more using a broad variety of instruments – some digital, some traditional and some completely unclassifiable.
Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 03. og 04. nóvember 2014 í Bíó Paradís. Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist.
GGG er myndlistasýning þar sem u.þ.b. 30 myndlistamenn sýna verk tileinkuð þremur ástsælustu kvikmyndaverkum 9. áratugarins. Gremlins, Goonies & Ghostbusters. Sýningin opnar í Bíó Paradís á hrekkjavökunni, 31. október næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur. Bíóið mun auk þess taka hina heilögu þrenningu til sýninga svo þú og þínir geta notið þeirra á ný.
Myndin tæpir á því þema að sýna fram á samband þessara tveggja dýrategunda, hunds og manns en myndinni hefur verið lýst sem dystópískri spennumynd þar sem pólitískri og menningarlegri spennu í Evrópu er lýst með meistarlegum hætti. White God vann flokkinn Un Certain Regard á nýliðinni kvikmyndahátíð Cannes 2014, sem og að hundarnir unni verðlaun gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína.
Saga um blekkingar í ástum, drauga fortíðar, harmleik, ofbeldi í daglegu lífi. Atburðir sem einn af öðrum hverfa í hyldýpi þess að missa stjórnina. Myndin, sem framleidd er af Agustín og Pedro Almodóvar, er framlag Argentínu til Óskarsverðlaunanna en hún keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2014. Myndin vann áhorfendaverðlaun bæði á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian og í Sarajevó.
París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars sýnd í Bíó Paradís með enskum texta! Paris of the North is screened with English subtitles in Bíó Paradís!
Black Coal, Thin Ice vann Gullna Björninn á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2014, spennumynd sem gerist í Norður- Kína árið 1999, þar sem nokkur lík eru uppgvötuð í litlum bæ. Myndin er hlaðin spennu, áhugaverðum karakterum og hinni klassísku tvennu, fyrrverandi lögregluþjóni og “femme fatale”. Myndin er væntanleg í Bíó Paradís.
Marieme gengur illa í skólanum og upplifir sig bælda í fjölskylduaðstæðum og er þreytt á strákunum í hverfinu sínu. En hún hefur nýtt líf þegar hún vingast við þrjár stúlkur sem henni eru frekar að skapi, hún breytir nafni sínu, klæðaburði og hættir í skólanum til þess að vera samþykkt betur inn í hópinn. Myndin hlaut stórkostlegar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014, þar sem hún var sýnd í flokknum Director´s Fortnight.
Jimmy Gralton byggði danshús árið 1921 á afskekktum vegamótum í Írlandi, þar sem ungt fólk gat komið og lært, skipst á skoðunum og látið sig dreyma, en fyrst og fremst til þess að dansa og hafa það skemmtilegt. Þá var það talin synd, en Jimmy´s Hall fagnar anda hinnar frjálsu hugsunar. Danshúsið var pólítískur minnisvarði um þessa tíma, en myndin var valin í keppni hinna virtu Palme d´Or verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014.
Lake Como, Ítalía. Jeppi ekur á hjólreiðamann á jólunum. Hvað gerðist þetta kvöld? Hvernig breytir slysið örlögum hinnar ríku Barnaschi fjölskyldu og hinnar fátæku Rovelli fjölskyldu sem er á barmi gjaldþrots? Ítalska myndin Human Capital er byggð á samnefndri bók eftir Stephen Amidon. Hún hefur hlotið fjölmörg dæmi en þar ber hæst að nefna fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki en Valeria Bruni hreppti þau á kvikmyndahátíðinni í Tribeca árið 2014.
Brev til kongen er verðlaunamynd um fimm ólíkra einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að fara í dagsferð til Osló. Þeir eiga það líka sameiginlegt að vera flóttamenn í Noregi, en karakterarnir í myndinni upplifa allir afar viðburðarríkan dag þar sem glittir í atriði úr fortíð þeirra sem og mögulega framtíð. Myndin vann sem besta norræna myndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2014 sem og að hún vann til fjölda verðlauna á hinni árlegu Amanda verðlaunafhendingu í Noregi.
Maður og kona eru ein í herbergi, ástfangin í laumi. Þau þrá hvort annað í taumlausum losta. Þau deila nokkrum augnablikum saman sem eru þýðingarlaus. Í það minnsta stendur maðurinn í þeirri trú að þau hafi verið fullkomlega þýðingarlaus. Í einni andrá sætir maðurinn, Julien, lögreglurannsókn þar sem hann á engin orð. Hvað gerðist? Hvað er hann ásakaður um? Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014 í flokknum Un Certain Regard og hefur hlotið stórgóða dóma gagnrýnenda.
Myndin gerist í Anatólíu og rannsaka þann gríðarlega ójöfnuð á milli ríkra og fátækra, á milli þeirra valdamiklu og valdalitlu í Tyrklandi. Myndin vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og FIPRESCI verðlaunin 2014. Myndin er framlag Tyrklands til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin 2015.