One Day on Earth
Þessi splunkunýja heimildamynd í fullri lengd – fyrsta myndin sem inniheldur svipmyndir frá öllum löndum jarðarinnar sem teknar voru upp á sama degi – verður frumsýnd um heim allan sunnudaginn 22. apríl. Bíó Paradís er frumsýningarvettvangur myndarinnar á Íslandi í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna og hefst sýningin kl. 16. Aðeins þessi eina sýning er í boði og mun allur ágóði af henni renna til söfnunarátaks Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fyrir neyðaraðgerðir samtakanna á Sahel-svæðinu í Afríku.
Yfir 19.000 kvikmyndagerðarmenn – fagmenn og leikmenn – tóku þátt í gerð þessarar myndar sem birtir svipmyndir frá deginum 10. október 2010. Þessi einstaka mynd inniheldur m.a. tónlist frá Paul Simon og Sigur Rós.
Frekari upplýsingar um myndina má finna hér.