6.-9. MAÍ: Reykjavik Shorts & Docs 2012
Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavik Shorts & Docs fer fram í Bíó Paradís dagana 6.-9. maí. Hátíðin er tíu ára og nú undir stjórn nýs framkvæmdastjóra, Heather Millard, sem m.a. framleiddi heimildamyndina The Future of Hope.
Í tilefni afmælisins gengur hátíðin í endurnýjun lífdaganna og verður stærri og öflugri en nokkru sinni fyrr. Alþjóðlegir dagskrárstjórar kvikmyndahátíða og sjónvarpsstöðva munu sækja hátíðina ásamt hópi alþjóðlegra kvikmyndagerðarmanna. Fjöldi nýrra stutt- og heimildamynda frá Norðurlöndunum og víðar úr Evrópu verða sýndar.
Óhætt er að lofa spennandi hátíð með fjölbreyttu úrvali mynda.
Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og verða myndir sýndar frá kl. 14 á sunnudeginum 6. maí en kl. 16 á virku dögunum. Auk þess verða vinnusmiðjur, “pitching sessions” og pallborðsumræður á dagskrá frá morgni til kvölds.
Vefur hátíðarinnar er hér.
Dagskrárbæklingur er hér.