I am Slave (Ambáttin)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
- Lengd: 82 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Gabriel Range
- Aðalhlutverk: Wunmi Mosaku, Isaach De Bankolé, Lubna Azabal
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 18.maí 2012
EFNI: Malia kemur úr stoltri súdanskri fjölskyldu. Faðir hennar, Bah, er ættbálkahöfðingi og valdamikill maður í samfélagi þeirra. Það skiptir hins vegar engu máli þegar Malia er tekin til fanga, ásamt fjölda annarra kvenna, í árás íslamskra stríðsmanna (mujahideen) á þorpið hennar. Malia er flutt til Khartoum, höfuðborgar Súdans og þaðan seld til arabískrar fjölskyldu. Laila, nýi “eigandi” Maliu, beitir hana andlegu og líkamlegu ofbeldi í tilraun sinni til að brjóta hana niður og gera að hlýðnum þjóni. Eftir nokkur ár er Malia send til London til að vinna fyrir frænku Lailu, Haleema, en þar heldur sama þrælkunin áfram. Malia vinnur allan daginn og alla nóttina, fær enginn laun, ekkert frí, engin fríðindi og nánast aldrei að fara út húsi. Hún heldur hins vegar alltaf í vonina um að einn góðan veðurdag muni hún öðlast frelsi á nýjan leik.
UMSÖGN: Myndinni er leikstýrt af Gabriel Range, en hann vakti fyrst athygli fyrir hina umdeildu Death of a President, sem fjallaði um ímyndað morð á George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Handrit myndarinnar skrifaði Jeremy Brock sem m.a. skrifaði handritið að myndinni Last King of Scotland. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar á hispurslausan hátt um hinn leynda og óhugnanlega þrælamarkað í London.