Tyrannosaur (Skemmd epli)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
- Lengd: 92 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Paddy Considine
- Aðalhlutverk: Peter Mullan, Olivia Colman
- Dagskrá: Kvikmyndahátíðin Skemmd epli
- Sýnd frá: 24. maí 2012
EFNI: Þessi magnaða og afar áhrifamikla mynd segir af ekklinum Jósef sem er atvinnulaus og þjakaður af ofbeldishneigð og reiði sem er að leggja líf hans í rúst. Hann þráir ekkert heitar en að breyta lífi sínu en sér ekki hvernig. Jósef kynnist Hönnu sem starfar í búð sem rekin er á vegum hjálparsamtaka í hverfinu. Með þeim takast góð kynni og Jósef byrjar að eygja von um að geta breytt lífi sínu til betri vegar. Hanna virðist heilbrigð og kærleiksrík kona sem iðkar trú sína og vill öllum vel en hún býr yfir þrúgandi leyndarmáli sem gæti orðið til að draga Jósef aftur til fyrri hátta.
UMSÖGN: Tyrannosaur er fyrsta mynd hins kunna breska leikara Paddy Considine (Last Resort, 24hr Party People, In America) og hefur hlotið hátt á þriðja tug verðlauna víða um heim, þar á meðal á Sundance hátíðinni, BAFTA verðlaununum, og British Independent Film Awards. Með aðalhlutverkin fara Peter Mullan og Olivia Colman, sem bæði hafa verið marglofuð og verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í myndinni.