Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Sumartíð (Summer Hours/L’Heure d’été)

Sumartíð (Summer Hours/L’Heure d’été)

Jun 05, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Drama, 2009
  • Lengd: 103 mín.
  • Land: Frakkland
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: Olivier Assayas
  • Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Charles Berling og Jérémie Renier
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 1. júní 2012

EFNI: Þegar ættmóðirin fellur frá standa uppkomin systkinin frammi fyrir breyttum tímum. Eiga þau að hafa gullfallegt fjölskyldusetrið áfram í sinni eigu eða selja það. Hvað með allar bernskuminningarnar og sameiginlegan samkomustað fjölskyldunnar? Systkinin lifa sínu ólíka lífi, sum í heimalandinu, önnur erlendis. Hvers virði eru sameiginlegar minningar og fjölskyldubönd?

UMSÖGN: Þessi afburða fallega og áhrifamikla saga er gerð af mikilli næmni af franska leikstjóranum Olivier Assayas. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna um allan heim og verið marglofuð af áhorfendum sem gagnrýnendum. Á gagnrýnendasíðunni Rotten Tomatoes er hún með 93% skor og gerist það varla hærra.

Evrópa, Frakkland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Sumartíð (Summer Hours/L’Heure d’été)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.