Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Brettabíó!

Brettabíó!

Jun 11, 2012 Engin skoðun

Laugardaginn 16. júní næstkomandi klukkan 20:00 verða sýndar fjórar íslenskar hjólabretta myndir í Bíó Paradís í samstarfi við Brettafélag Reykjavíkur.

Myndir sem þessar eru einskonar hvatamyndir sem sýna einstaklinga leika listir sýnar á hjólabrettum víðsvegar um borgina. Brettafólk er söðugt að brúa bilið milli þess mögulega og ómögulega, það er undir hverjum og einum komið hvað hann lætur sér detta í hug að framkvæma, og standa og falla með því. Svo virðist sem engin takmörk séu fyrir því hvað gera má þegar sköpunargleðinni er gefin laus taumurinn.

Myndirnar sem sýndar verða heita Brak & brestir gerð árið 2011, Klippt & skorið gerð árið 2010, Allt & ekkert frá 2004 og myndin Heimabrugg frá árinu 2011. Í þessum myndum koma framm flestir færustu íslensku hjólabrettakappar samtíðarinnar. Einnig verða sýnd brot úr væntanlegum myndum.

Áætlaður sýningar tími er tvær klukkustundir með hléi og mun Davíð Hólm spila tónlist sýna í hléi og eftir sýninguna.

Brettabio from SigurdurJulius on Vimeo.

Ísland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Brettabíó!”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.