Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Ung (Goodbye First Love/Un amour de jeunesse)

Ung (Goodbye First Love/Un amour de jeunesse)

Jun 11, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
  • Lengd: 110 mín.
  • Land: Frakkland
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: Mia Hansen-Løve
  • Aðalhlutverk: Lola Créton, Sebastian Urzendowsky og Magne-Håvard Brekke
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 13. júní 2012

EFNI: Camilla er ákveðin og alvarleg 15 ára stúlka. Hún er ástfangin af Sullivan, strák sem er nokkru eldri. Hann er skotinn í henni en vill vera frjáls og kanna heiminn. Þegar hann fer til S-Ameríku án hennar er hún eyðilögð. Á næstu átta árum breytist hún úr ungling í konu, menntar sig og eignast aðra ástmenn – en þá birtist Sullivan á nýjan leik í lífi hennar.

UMSÖGN: Hin tæplega þrítuga danskættaða Mia Hansen-Løve hefur gert myndir sínar í Frakklandi. Þetta er hennar þriðja mynd en Le Monde kallar hana einn hæfileikaríkasta leikstjóra Frakka af yngri kynslóðinni. Hansen-Løve þykir hafa einstaka hæfileika til að búa til magnað og persónulegt andrúmsloft í verkum sínum og þess sér sterk merki í þessari mynd sem fengið hefur frábær viðbrögð bíógesta og gagnrýnenda í París, New York og London á undanförnum mánuðum.

Evrópa, Frakkland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Ung (Goodbye First Love/Un amour de jeunesse)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.