Hrafnhildur
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
- Lengd: 60 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnandi: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 7. ágúst 2012
EFNI: „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn,“ segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur – heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Hlutverkaleikurinn var henni óbærilegur og að lokum varð henni ljóst að valkostirnir væru aðeins tveir – að svipta sig lífi eða rjúfa þögnina.
Í þessari nýju heimildarmynd er fylgst með Hrafnhildi leiðrétta kyn sitt. Rætt er við nánustu aðstandendur hennar sem og geð- og lýtalækna. Rýnt er í kynleiðréttingarferlið, fordóma samfélagsins, væntingar Hrafnhildar til lífsins og breytta þjóðfélagslega stöðu hennar eftir aðgerð. Veitir aðgerðin Hrafnhildi sálarró eða taka ný vandamál við?
UMSÖGN: Myndin er frumsýnd í Bíó Paradís á fyrsta degi Hinsegin daga í Reykjavík, þriðjudaginn 7. ágúst kl. 19:30.