Ti timer til paradis (Tíu tímar til paradísar)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 92 mín.
- Land: Danmörk
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Mads Matthiesen
- Aðalhlutverk: Kim Kold, David Winters og Elsebeth Steentoft
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 8. ágúst 2012
EFNI: Dennis er 38 ára kraftajötunn sem leitar að ástinni. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur og býr með móður sinni í úthverfi Kaupmannahafnar. Þegar frændi hans giftist tailenskri stúlku ákveður Dennis að freista gæfunnar. Hann heldur til Thailands þar sem ástin sýnist fremur innan seilingar en heima. Hann veit að móðir sín mun aldrei samþykkja aðra konu í hans lífi svo hann segir henni að hann þurfi að skreppa til Þýskalands. Dennis hefur aldrei áður komið út fyrir landsteinanna þannig að hið iðandi mannlíf á Pattaya ströndinni reynist honum allnokkur raun. Hispurlausar tailenskar meyjar stúta þeirri barnslegu mynd sem Dennis hefur komið sér upp af ástinni og hann er við það að missa alla von þegar hann rekst óvart á Toi, tailenska konu sem rekur líkamsræktarstöð.
UMSÖGN: Þessi afar sjarmerandi og hjartnæma mynd hefur fengið frábæra dóma og verið seld víða um heim síðan hún var frumsýnd á Sundance hátíðinni síðustu, þar sem Mads MAtthiesen vann leikstjórnarverðlaunin.