I’m Fine Thanks!
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
- Lengd: 75 mín.
- Land: Bandaríkin
- Stjórnandi: Adam Baker
- Dagskrá: Sérsýning
- Sýnd: 19. ágúst 2012 kl 18
EFNI: I’m Fine Thanks er einstök kvikmynd um valið milli þess að lifa lífinu eins og “ætlast er til” eða gera það sem hugur manns stendur til. Þetta er mynd sem mun örugglega vekja til umhugsunar og jafnvel kveikja í þér löngun til að láta draumana rætast! Aðstandendur myndarinnar fóru víða um og ræddu við fólk sem reynt hafði að fylgja straumnum, vera eins og hinir, en voru innst inni óánægð. Heyrðu og sjáðu hvað þau hafa fram að færa, hvernig þau ákváðu að leita uppi lífshamingjuna og hvernig fór…
Sýningin er ókeypis og fer fram í Bíó Paradís sunnudaginn 19. ágúst kl. 18.
Aðstandendur myndarinnar munu ávarpa viðstadda að sýningu lokinni.
EKKI MISSA AF ÞESSU!