Blóðhefnd
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 90 mín.
- Land: Ísland
- Leikstjóri: Ingó Ingólfsson
- Aðalhlutverk: Ingólfur Ingólfsson, Víkingur Sigurðsson, Hrafnhildur Aðalbjörnsdóttir, Einar Jóhannsson, Huginn Þór Grétarsson ofl.
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 12. október 2012
EFNI: Kvikmyndin fjallar um glæpagengi sem tengjast mannsali á Íslandi og hvernig slík neðanjarðarstarfsemi getur haft skelfileg ítök og afleiðingar inn í venjulegar íslenskar fjölskyldur. Trausti snýr heim eftir sjö ára fjarveru, en kemst þá að því að bróðir hans er flæktur í dauðans alvöru… Atburðarásin vindur upp á sig og afleiðingarnar verða hrylliegri en nokkur hefði órað fyrir. Dauði er við hvert fótmál, og Trausti fyllist hefndarþosta. Í leit að réttlætinu, kynnist hann Maríu sem er ung kona í ánauð. Trausti verður að taka á öllu því sem hann á, til að bjarga Maríu og hefna fyrir fjölskyldu sína. Hefnd er oft eina réttlætið. Blóðhefnd tekur á brennandi málefni í íslensku samfélagi.