En kongelig affære (Kóngaglenna)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 137 mín.
- Land: Danmörk
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Nikolaj Arcel
- Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen, Mikkel Boe Følsgaard and Alicia Vikander
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 31. ágúst 2012
EFNI: Danmörk, 1770. Karólína Matthildur Danadrottning er gift Kristjáni VII, hinum sinnisveika konungi Dana en á í ástarsambandi við líflækni hans, Johann Struensee. Sökum ásigkomulags konungs tekur Struensee í raun völdin í landinu og stjórnar því um 10 mánaða skeið. Upplýsingamaðurinn Struensee leggur áherslu á félagslegar umbætur með stuðningi drottningarinnar. Meðal annars skipar hann svo fyrir að skuldugir aðalsmenn verði að standa skil á skuldum sínum eða sæta fangelsi ella. Þetta veldur miklu uppþoti innan hirðarinnar og valdamikil öfl berjast gegn áformum hans.
UMSÖGN: Þessi stórmynd, sem hlaut verðlaun fyrir leik og handrit á Berlínarhátíðinni síðustu, hefur notið gríðarlegra vinsælda í heimalandinu, en yfir hálf milljón gesta hafa séð hana þar. Myndin ætti ekki síður að höfða til Íslendinga enda er viðfangsefnið hluti af okkar sögu.