Avgust. Vosmogo (Ágúst. Áttundi)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 120 mín.
- Land: Rússland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Dzhanik Fayziev
- Aðalhlutverk: Svetlana Ivanova, Maksim Matveyev og Egor Beroev
- Dagskrá: Sérsýning
- Sýnd: 14. september 2012
EFNI: Ksenia er ung móðir sem glímir við ýmsa erfiðleika heima og heiman. Hún ráðgerir að verja nokkrum dögum við Svartahaf ásamt kærasta sínum og sendir son sinn til föðurs síns í Kákasus. Þar gjósa upp hernaðarátök einu sinni sem oftar og Ksenia finnur sig knúna til að hleypa í sig kjarki og leggja í hættuför þangað til að sækja son sinn. Sonurinn, sem er tölvunjörður mikill, sér hinsvegar veröldina líkt og tölvuleik. Myndin teflir saman þessum ólíku sýnum á tilveruna, fantasíunni og veruleikanum.
UMSÖGN: Myndin var frumsýnd í Rússlandi í febrúar og sló þar í gegn. Hefur síðan ferðast víða um heiminn við góðar undirtektir.