The Startup Kids (Frumkvöðlakrakkarnir)
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
- Lengd: 55 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnendur: Valgerður Halldórsdóttir, Sesselja Vilhjálmsdóttir
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 8. október 2012
EFNI: Heimildamyndin The Startup Kids fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún gefur innsýn í líf og hugsunarhátt ungu frumkvöðlanna, sem flest byrjuði aðeins með hugmynd en reka stórfyrirtæki í dag. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud, Dropbox sem allt eru vinsæl netfyrirtæki.
UMSÖGN: Vala Halldorsdottir and Sesselja Vilhjalmsdottir eru íslenskir frumkvöðlar. Árið 2009 slógu þær í gegn með borðspilinu Heilaspuni. Í framhaldinu vildu þær stofna sitt eigið sprotafyrirtæki svo þær ákváðu að ferðast um Bandaríkin og Evrópu og spyrja aðra frumkvöðla um hvað þurfi til að stofna farsælt fyrirtæki.